Magnesíum er snilld... Magnesíum er talið vera kraftaverkaefni - TopicsExpress



          

Magnesíum er snilld... Magnesíum er talið vera kraftaverkaefni með öllum þeim heilnæmu áhrifum sem það hefur á ýmiss konar sjúkdóma og þau yngjandi áhrif sem það hefur á líkamann. Við vitum að það er ómissandi í mörgum ensímhvörfum, sérstaklega í sambandi við orkuframleiðslu frumna, fyrir heilbrigði heilans og taugakerfisins og einnig hefur það góð áhrif á tennur og bein. Í formi Magnesíum klóríðs, er það áhrifamikið í baráttu við sýkingar. Magnesíum getur stöðvað aldurstengda kalkmyndun sem veldur hrörnun í líkamanum og með því móti hjálpað okkur að “yngjast”. Walter Last kallar einmitt Magnesíum “hið yngjandi steinefni” Magensíumskortur er jafn algengur og skortur á Zinki. Magnesíum stýrir mikilvægum taugamótum í heilanum sem þýðir að það er nauðsynlegt fyrir hugsun og minni. Of lítið Magnesíum er tengt testósterónskorti í karlmönnum og þar af leiðandi tengdum vandamálum við uppbyggingu á líkamsmassa. Beinasjúkdómar, sykursýki og langvarandi bólgur er einnig hægt að komast hjá með nægu Magnesíum. Magnesíum inntaka verður að vera í takt við aukna hreyfingu, með æfingum eða lyftingum, sem þýðir að íþróttamenn þurfa stærri skammta. Magnið af Magnesíum í líkamanum getur farið eftir hve mikið af sterkju og sykri er innbyrgt, hvort ákveðin steinefni séu til staðar og einnig geta sum lyf haft áhrif. Vestræn menning líður fyrir langvarandi skort af Magnesíum og þurfa flestir að taka inn efnið samfara því að borða magnesíumríkan mat. Lúða, möndlur, kasjúhnetur og grænt grænmeti innhalda magnesíum. Einn skammtur af þessum matvælum mun aðeins sjá fyrir um það bil 15% af ráðlögðum dagskammti sem er lítill til að byrja með. Einkenni magnesíumskorts eru meðal annars magavandamál, þreyta, veikleiki, dofi, krampar og hjartaflökt. Hvaða tegund af Magnesíum er best? Magnesíum klórið er best. Magnesíum aspartate, citrate eða ororate, fumarate, Gycinate og taurate eru öll í lagi fyrir utan magnesíum oxíð sem líkaminn á efitt með að taka upp. Skömmtun Skömmtun fer eftir hvaða tegund þú notar, en góð regla er að taka eins mikið og maginn þolir í nokkra mánuði og minnka síðan rólega við sig niður á ráðlagðan skammt. Dæmi um notkun Ráðlagður dagskammtur af Magnesíum citrate er um það bil 1-2 grömm á dag, af magnesíum klóríði er gott að taka hálfa teskeið í senn 2 til 4 sinnum um eftirmiðdaginn og á kvöldið. 400mg og upp í 1000mg er í lagi. Magnesíum er gott að taka seint á daginn, um kvöldmatarleitið eða áður en farið er að sofa. Ástæðan er af því að magnesíum er róandi og hjálpar manni að sofa. Samantekt Magnesíumskortur er mjög algengur og hefur áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi svo sem svefn, heilavirkni, vöðvasamdrátt, testósterón, styrk og einnig hvernig við nýtum önnur steinefni eru eins og til dæmis Zink. Ef magnesíumskorturinn er verulegur getur það tekið hátt í 3 mánuði að endurnýja birgðirnar, í verstu tilfellum getur það tekið allt upp í ár. Reddaðu þér þessu og sjáðu til þess að þú hafir nóg af þessu ;) logigeirsson.is -Fjarþjálfun
Posted on: Wed, 12 Jun 2013 02:26:30 +0000

Trending Topics



lass="stbody" style="min-height:30px;">
✖ Viper 400 Watt Unit, 4, Plastic, Wiper, With Flow Switch,
I just love the show my big fat fabulous life! An everyone should
Obrigado por tudo... Pai... Hoje os cabelos brancos estão se
OK, here it goes. My car went in for an oil change and Emissions.
"stbody" style="min-height:30px;">
Welcome back, and thanks for participating in this mornings Q&A.

Recently Viewed Topics




© 2015