Nú blómstra comment eins og þessi á netinu. "Ég samþykki - TopicsExpress



          

Nú blómstra comment eins og þessi á netinu. "Ég samþykki ekki hjónabönd samkynhneigðra. Ég er ekki haldinn ótta við homma, ég er hvorki á móti hommum né lesbíum. Þeim er frjálst að lifa lífi sínu eins og þau vilja en ég tel Guð sýna skírt að hjónaband er milli manns og konu og um það þarf ekkert að ræða frekar." Frábært. Æðislegt. Lifi afturhaldið og fáviskan. Eitt sem benda má á er að samkvæmt unglingarannsóknum eru samkynhneigð ungmenni í margfaldri sjálfsvígshættu umfram önnur. Þeim líður eflaust betur með að lesa svona comment! Að þau séu ekki verðug nema til hálfs á við hin. Hver ber ábyrgð á þessu? Sú stofnun sem síst skyldi?
Posted on: Sat, 10 Aug 2013 09:58:39 +0000

Recently Viewed Topics




© 2015