Sennilega er ég meiri jafnaðarmaður en allir vinstri menn - TopicsExpress



          

Sennilega er ég meiri jafnaðarmaður en allir vinstri menn samanlagt að einu leiti, ég upphef aldrei eina starfstétt umfram aðra. Vinstri mönnum finnast listamenn svo merkilegir að það hálfa væri nóg, mér finnst þeir satt að segja ekkert merkilegri en verka og iðnaðarmenn, án þess að gera lítið úr listamönnum. Snobbið er svo mikið, það er reyndar ekki bundið við vinstri menn eingöngu, að það er t.a.m. alltaf verið að hrósa arkitektum fyrir fallegar byggingar. Þeir gera þó ekkert annað en teikna þær, án góðra iðnaðarmanna væru fallegustu bygginar veraldar ekkert annað en teikningar á blaði, reyndar fallegar teikningar sem færri gætu notið. Það voru iðnaðarmenn sem byggðu þessar glæsilegu byggingar og gerðu hugverk arkitekta sýnileg. En það er sjaldan vitað hverjir þeir voru, eflaust skítugir kallar hoknir í baki sem dóu Drottni sínum eftir að hafa púlað alla æfi. Það er erfitt og krefjandi starf að þóknast listrænum arkitektum og ekki á allra færi. Og verkamennirnir, maður lifandi, sem handlönguðu efni í iðnaðarmennina, þeirra hlutur er stór. Það léttir mjög á smiðum að hafa góða verkamenn, þá hafa þeir betri tíma til að einbeita sér að nostrinu. Það er engin stétt merkilegri eða mikilvægari en önnur og ranglátt að gera listamönnum hærra undir höfði en verkafólki. Hvernig væri umhverfið okkar ef engir verkamenn kæmu að taka ruslið frá heimilunum okkar?
Posted on: Fri, 08 Nov 2013 09:59:44 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015