Talsverð umræða er um einelti nú í byrjun skólaárs. Tekist - TopicsExpress



          

Talsverð umræða er um einelti nú í byrjun skólaárs. Tekist er á um hvort það sé ábyrgð skóla eða foreldra að fræða og taka á einelti. Einnig er verið að velta fyrir sér hver ætti að vera refsing við einelti. Börn/unglignar eru að jafnaði 6-8 tíma á dag í skólanum, svo er ætlast til að lært sé heima sem getur tekið 1 - 4 klst. Einnig eru mörg börn í íþróttum eða tónlist. Mjög lítill tími verður því fyrir einhverja aðra fræðslu á heimilum. Það hlýtur því að vera einfaldara fyrir skólann að fræða og upplýsa börn um mannleg samskift. Auðvitað þurfum við foreldrar að leiðbeina börnunum okkar, en því miður dugar það ekki alltaf til. Það sem ég sé oft er að eineltið byrjar í skólastofunni. Dæmi 1: Úthverft barn í bekk. Úthverfa barnið hefur bara 3-4 mínútur í einbeitingu og þá segir heilinn barninu að hreyfa sig. Barnið fer að iða í stólnum, rugga sér til eða trufla næsta barn. Dæm 2: Barn fullt af jákvæðri/neikvæðri spennu, streitu eða kvíða. Barnið hefur litla eða enga einbeitingu, skipun frá Möndlungi í heila að ,,flýja, frjósa, berjast eða detta dauður". Viðbrögð barnsins eru: horfa út í loftið, dagdreyma, iða í stólnum, sparka, berja, rugga stólnum, fikta, trufla, tala ........ Bæði dæmin eru sönn og viðbrögðin eru eðlileg. Viðbrögð kennara er oftast að segja barninu: ,,Denni, fylgstu með", ,,Denni, hættu að rugga þér", ,,Denni, farðu að læra", ,,Denni, hættu að trufla". Denni, Denni, Denni! Í hvert skifti sem þessu barni er sagt til í 30 barna bekk þá horfa 58 augu á barnið og smá saman fara hin að hugsa ,,aftur er Denni að trufla, hann er ömurlegur, eyðileggur allt .....". Þarna byrjar OFT eineltið. Annað hvort leggur Denni einhvern í einelti af því hann er með svo mikla uppsafnaða reiði, vonbrigði, vonleysi, streitu, kvíða ..... Eða eitthvað af börnunum í bekknum leggja Denna í einelti. Í báðum tilfellum er upphafið starfsmaður skólans. Það er svo ofboðslega einfalt að koma í veg fyrir einelti í skóla. Fjarlægja spennu, streitu og kvíða og þá er lítil hætta á einelti. Ein leið er að nota Hjartanærandi aðferð, þá líður flestum börnum vel í skólanum. Þarf engar greiningar á börnum eða lyfjagjöf. Einkunnir hækka, minni þörf á sérkennslu/stuðningi, einelti hverfur, kennara og börnum líður vel í bekknum og tíminn fer í uppbyggingu og kennslu. Hver ætti svo refsingin að vera við einelti? Mín reynsla er að refsingar eru mjög óheppileg leið til að vinna á einelti. Refsingar geta því miður verið ein leið af einelti. Að taka sama barn ítrekað út úr bekk vegna slæmrar hegðunar, getur verið neikvæð verðlaun og eitt form af einelti.... Afleiðing: neikvæð hegðun eykst. Að hóta barni að taka eitthvað af því, veldur því miður oft að neikvæð hegðun eykst. Hótanir valda kvíða og er tilfinningalegt/andlegt ofbeldi. Mín reynsla er að best er að byggja upp innri styrk barnsins með markvissum, kærleiksríkum viðurkenningum þegar vel gengur og einnig að skapa velgengni, búa til velgengni úr því sem venjulega væri ekki talið sem velgengni. Þetta er tiltölulega auðvelt. Oftast verða refsingar nær óþarfar.
Posted on: Sat, 24 Aug 2013 12:08:31 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015