Var svo heppinn að vera með dönsku útsendinguna, enda í - TopicsExpress



          

Var svo heppinn að vera með dönsku útsendinguna, enda í Danmörku, þannig að ég fékk þetta beint í æð. Haldið var áfram með útsendinguna uns lýsandinn sagðist vera alveg fullviss. Búinn að heyra áhorfendur fagna, en það var ekki nóg. Búinn að sjá leikmenn fagna en það var ekki nóg. Búinn að fá það í eyrað að Sviss hafði unnið, en það var ekki nóg. Ekki fyrr en hann sá það á vefsíðu FIFA, þá fyrst var hann viss. Sagðist hann hlakka til að lýsa umspilsleikjunum 15. og 19. nóvember. Leikurinn sjálfur bar aftur vitni mikilvægis hans. Alls ekki vel leikinn, þó aðdragandinn að markinu hafi verið frábær og liðið hafi sýnt á köflum virkilega flottan tikki-takk fótbolta. Hefðum getað unnið 4-1 en líka tapað 3-1. Lýsandinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu og hrósaði því við hvert tækifæri. Nefndi að Ísland væri þekkt handboltaþjóð með olympíuverð, en núna væri greinilega komin röðin að fótboltanum. Fannst kómískt að Ísland og Svíþjóð yrðu fulltrúar Norðurlandanna í umspilinu.
Posted on: Tue, 15 Oct 2013 20:49:56 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015