Verkefni fyrir 50 ára og eldri - Ribécourt, Oise, Frakklandi - TopicsExpress



          

Verkefni fyrir 50 ára og eldri - Ribécourt, Oise, Frakklandi 15. september - 15. október 2013 Hefur þú áhuga á að ferðast, kynnast nýrri menningu og láta gott af þér leiða? Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS kynna spennandi tækifæri í Frakklandi í samstarfi við Grundtvig menntaáætlun ESB. Umsóknarfrestur: Föstudaginn 30. ágúst 2013. Þema og markmið: Þátttakendur munu starfa í grasagarði í Ribécourt og vinna að ýmsum umhverfisverkefnum þar. Í garðinum sem er um 12 hektarar að stærð er kastali þar sem þátttakendur munu gista, grænmetisgarður, trjásafn, unnið að lífrænni ræktun. Um helgar verður athyglinni beint að menningar- og sögulegum þáttum staðarins. Þátttakendur eru hvattir til þess að nota sköpunargáfu sína í verkefninu og deila reynslu og þekkingu með öðrum þátttakendum. Markmið verkefnisins er að efla þátttöku, menntun og fræðslu fullorðinna, efla hreyfanleika fólks í Evrópu og gefa tækifæri á að öðlast nýja reynslu. Verkefnið Helping Hands gefur fólki innan Evrópu tækifæri á að læra og deila reynslu og þekkingu í gegnum þátttöku í verkefninu, með því að vinna saman, búa saman og eiga hlutdeild í lífi hvers annars í nokkrar vikur. Þátttakendur fá þannig fræðslu í gegnum ófromlega menntun er tengist vistfræði, náttúru, og menningu. Skilyrði til þátttöku: Umsækjendur skulu vera 50 ára eða eldri og hafa vald á talaðri ensku. Verkefnið er ætlað einstaklingum sem hafa áhuga starfi í grasagarði, útiveru og menningu svo fátt eitt sé nefnt. Athugið að ekki er gerð krafa um að umsækjendur hafi reynslu vinnu í grasagörðum þó vissulega sé það umsækjendum til framdráttar. Áhugi og vilji til að vinna að skemmtilegum verkefnum með einstaklingum frá öðrum löndum skiptir einnig miklu máli í verkefni sem þessu og því verður einnig horft til þess við val á þátttakendum. Aðstaða: Þátttakendur fá allan ferðakostnað endurgreiddan, þó að hámarki 500 Evrum, auk þess sem þeim er séð fyrir fæði, húsnæði og skoðunarferðum á meðan verkefninu stendur. Þátttakendur munu fá fæði í mötuneyti á virkum dögun, en sjá sjálfir um matseld um helgar. Alls eiga fjórir Íslendingar sæti í þessu einstaka verkefni þar sem þátttakendur munu búa saman í íbúð og deila saman herbergi tveir og tveir. Kostnaður: SEEDS hefur hlotið styrk til verkefnisins frá Grundtvig menntaáltlun ESB og sér um allan kostnað við fæði og húsnæði. Þátttakendur fá 100% ferðakostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 500 Evrum, þegar kvittunum, brottfararspjöldum og öðrum ferðagögnum hefur verið skilað eftir heimkomu. Þátttakendur bera engan kostnað vegna skoðunarferða eða annara ferða sem farið verður í á meðan verkefninu stendur auk þess sem þeir verða tryggðir innan franska almannatryggingarkerfisins þegar þeir hafa evrópska sjúkrakortið. Umsækjendur sem valdir verða til fararinnar greiða umsýslu- og staðfestingargjald SEEDS sem er 20.000 kr. Gjaldið fæst ekki endurgreitt. SEEDS á frátekin fjögur sæti í þessu verkefni sem styrkt eru af Grundtvig menntaáætlun ESB. Þátttakendur munu því fá 100% af ferðakostnaði endurgreiddan (upp að 500 Evrum) eftir heimkomu auk þess sem þeim verður séð fyrir fæði og húsnæði á meðan verkefninu stendur. Umsóknareyðublað er að finna hér og eru áhugasamir beðnir um að fylla það út á ensku og senda okkur á [email protected] fyrir miðnætti föstudaginn 30. ágúst 2013. Nánari upplýsingar veitir Anna Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri hjá SEEDS, á [email protected] eða i síma 867 3406 Upplýsingar um verkefnið og starfsemi SEEDS er að finna á heimasíðu okkar, seeds.is. Óskir þú eftir að vera tekinn út af þessum póstlista, vinsamlegast látið okkur vita og við verðum við þeirri beiðni. ***** Sjálfboðaliðaverkefni í Beaumotte, Frakklandi í 6-12 mánuði. Ert þú á aldrinum 18-25 ára? Hefur þú gaman af því að ferðast, kynnast nýrri menningu og láta gott af þér leiða? SEEDS leitar nú að áhugasömum og drífandi einstaklingi á aldrinum 18-25 ára sem hefur áhuga á að búa og starfa sem sjálfboðaliði í Frakklandi í 6-12 mánuði. Starfið felst í vinnu á félagsheimili þar sem einstaklingar sem hafa átt erfitt uppdráttar ýmist búa eða koma til dagdvalar með það að markmiði að öðlast aukið sjálfstraust og komast aftur út í lífið. Starfið getur t.d. vel hentað einstaklingi sem hefur áhuga á félagsmálum og/eða hefur listræna hæfileika sem nýtast við að skipuleggja skapandi verkefni fyrir skjólstæðinga heimilisins. Ekki er gerð krafa um frönskukunnáttu en áhugi fyrir því að læra tungumálið er mikill kostur. Verkefnið er styrkt af franska ríkinu og því verður sá sem valinn verður til fararinnar styktur um 456 evrur á mánuði. Af þeirri upphæð greiðast um 250 evrur til Solidarités Jeunesses fyrir húsnæði og fæði en sjálfboðaliðinn heldur eftir um 200 evrum í vasapening. Sjálfboðaliðinn verður einnig tryggður af franska almannatryggingakerfinu. Sjálfboðaliðinn vinnur sér inn tvo frídaga í mánuði fyrir hvern unninn mánuð. Sjálfboðaliðinn þarf sjálfur að standa staum af ferðakostnaði til og frá staðsetningu verkefnisins. Hafir þú áhuga á að taka þátt í þessu verkefni sendu okkur þá umsókn og kynningarbréf (motivation letter) á [email protected] og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri. Vinsamlegast athugið að umsækjendur þurfa að geta hafið störf á tímabilinu október - desember 2013 og vera tilbúnir til að skuldbinda sig í a.m.k. 6 mánuði. Sækja umsóknareyðublað hér.
Posted on: Mon, 26 Aug 2013 08:17:59 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015