ÉG OG PABBI MINN Einhvers staðar á himnum ríkir nú mikill - TopicsExpress



          

ÉG OG PABBI MINN Einhvers staðar á himnum ríkir nú mikill glaumur og gleði. Fólk heilsast og faðmast þétt, brosir breitt og hlær, gerir að gamni sínu á alla kanta, fer með kveðskap. Í öndvegi situr pabbi minn ástkæri og skilningsrík hlýjan úr dreymnu augunum hans yljar öllum gestunum svo óþarft með öllu er að kveikja upp í kamínunni. Ekki kæmi mér á óvart þótt Lóa amma mín sæti gegnt honum og slægi á lær sér í kitlandi kátínu. Það er engin hætt á að nokkur gestur fari stúrinn á svip eða leiður í hjarta frá þessu samsæti. Einhvers staðar djúpt í hjarta mér, þar sem enginn fær að stíga fæti inn og varpa skugga á minninguna um fallegustu manneskju sem ég hef hitt í þessari jarðvist, ríkir líka gleði. Hún er kyrrlát og hljóð, hrein og full þakklætis. Í þessari gleði mætumst við á ný, ég og pabbi minn. Í dag eins og alla aðra daga. Bara aðeins meira í dag. Það er jú fimm ára himnaríkisafmæli. Lífið er eilíft undur.
Posted on: Fri, 06 Sep 2013 13:12:56 +0000

Trending Topics



ft:0px; min-height:30px;"> **ALERT** Nye County Commissioners need your support to protecting

Recently Viewed Topics




© 2015