Ég held að þessi ágæta kona sé að misskilja kröfur fólks - TopicsExpress



          

Ég held að þessi ágæta kona sé að misskilja kröfur fólks um að það sé staðið við kosningaloforð. Framsóknarflokkurinn var með lang besta tilboðið í þessum kosningum, á því liggur engin vafi. Svo koma gamlir framsóknar menn í dag, svona gamlir Ólafs menn og halda það virkilega að þjóðin sé orðin að hörðum stuðningsmönum framsóknar. En Sigrún Magnúsdóttir er ekki að hlusta á fólkið sem kaus hana og hennar flokk. Nú mun engin flokkur komast upp með það að LOFA með stóru L-i. Og svo SVÍKJA með stóru S-i. Kannski er von að fólk spyr sig sjálft í dag, þeir sem trúðu þessari dellu framsóknarmanna fyrir kosningar. Að þegar lánadrottnar okkar og allir færustu hagfræðingar heimsins og OSED. Og flr og flr. Hafa bent á að þetta er ómögulegt og kemur ekki til með að ganga upp. Síðan vill ég ekki trúa því að sú lækkun sem búið er að lofa skuldurum komi ekki til með að hafa áhrif á gengið og verðbólguna, sem mun svo skila sér í mikilli kjaraskerðingu. Þau loforð sem beindust að öryrkjum og ellilífeyrisþegum fyrir kosningar snérust um leiðréttingar, þrátt fyrir það var fyrsta verk þessa ríkisstjórna að afnema hækkun á veiðileyfagjaldinu svo að þeir ríkustu sægreifar landsins skyldu nú ekki deiga úr hungri og vosbúð (með hjálp frá forsetans auðvitað) og svo var það auðvitað að skera niður hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum, kosningarnar búnar og nú hefur Framsóknarflokkurinn ekkert við slíka aumingja að gera. Jæja hvað með það. Nú er Sigmundur staddur í Kanada í boði Íslendingafélagsins þar og hefur öllu gleymt um sín eigin orð þegar hann las upp kosningarloforðin sín sagði hann „ÞETTA ERU LOFORГ þetta voru stóru orðin hans. Svo er það eitt í lokin Íslendingar eiga bara að skammast sín og vera til friðs, nú skuluð þið lofa hægri flokkunum að búa til nýja góðæristíð í friði og líka leyfa þeim að hæka ofur laun vina sinna í friði. Lifið heil.
Posted on: Fri, 02 Aug 2013 15:16:45 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015