Í leiðara Fréttablaðsins í dag stendur: „Það er engin - TopicsExpress



          

Í leiðara Fréttablaðsins í dag stendur: „Það er engin tilviljun að nýgræðingur er mestur í vefmiðlun, þar sem hamlað hefur verið gegn sókn Ríkisútvarpsins í auglýsingar." Það er vert að benda á að RÚV hefur aldrei verið með auglýsingar á netinu. Það er líka vert að benda á að stafrænar auglýsingar eru sirka 8 til 9 prósent allra auglýsinga á Íslandi. Í Evrópu eru þær 23 prósent allra auglýsinga og spár gera ráð fyrir að þær verði þriðjungur allra slíkra árið 2016. Ástæðan fyrir litlu magni stafrænna auglýsinga á Íslandi er talin vera sú að prentmiðlar taki miklu meira til sín en tilefni er til. Í Evrópu eru prentmiðlar með 21 prósent hlutdeild á auglýsingamarkaðnum. Spáð er að hún lækki í 16 prósent á næstu þremur árum. Á Íslandi fara sirka helmingur allra auglýsingatekna í prentmiðla. 60-65 prósent þeirra fara í Fréttablaðið. Hvor er því stærri hraðahindrun fyrir nýgræðing í vefmiðlun að komast yfir, RÚV eða Fréttablaðið? Mér finnst það blasa við.
Posted on: Tue, 23 Jul 2013 10:58:02 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015