Óneitanlega heftir það vitræna umræðu þegar fjölmiðlar - TopicsExpress



          

Óneitanlega heftir það vitræna umræðu þegar fjölmiðlar éta upp eftir misvitru fólki sem hefur snöggsoðna þekkingu á mannlegu eðli. Vitaskuld eru það hagsmunir vinstri flokkanna að staðreyndum sé haldið frá þjóðinni því með staðreyndum er hægt að rústa fylgi þeirra í eitt skipti fyrir öll. Skoðum einn af uppáhaldsfrösum spunameistara um klíkuskap í viðskiptalífinu og með góðum árangri er Sjálfstæðisflokknum kennt um hann. En hver er raunveruleikinn með hliðsjón af mennlegu eðli? Á öllum sviðum taka þeir sem fyrir eru sig saman og hefta samkeppni. Berum saman hægri og vinstri menn í þessu samhengi. Hægri menn eru meira áberandi í viðskiptalífinu og vinstri menn í listum. Hægri menn ná til stjórnmálamanna og fá ýmislegt samkeppnishamlandi í gegn til að passa sína stöðu, við getum ekki neitað því. Stjórnmálamenn eru því miður hallir undir sérhagsmuni án þess að vera endilega spilltir, það er oft erfitt að standast málflutning ákafra talsmanna. Vinstri menn í listageiranum sannfæra sitt fólk um ágæti listamannastyrkja og fá að ráða úthlutun á þeim. Ekki hleypa þeir nýjum að nema þeir njóti velvildar. Hægri sinnaðir listamenn hafa oft bent á að þeim gangi illa að komast í klíkuna. Svo er það viðskiptalífið, sama er á ferðinni þar, við getum skoðað öll svið mannlífsins og fundið dæmi um klíkuskap, hann er þverpólitískt fyrirbæri. Reyndar má segja það sjálfstæðismönnum til hróss að þeir hafa unnið markvisst að því, að takmarka völd stjórnmálamanna þannig að erfiðara verður fyrir hagsmunaaðila að sækja mikið til þeirra, en betur má ef duga skal þrátt fyrir allt. Sjálfstæðisflokkurinn á stöðugt að finna leiðir til að koma í veg fyrir að hagsmunaaðilar geti sótt til stjórnmálamanna. Niðurstaðan er sú að klíkumyndun er hluti af mannlegri tilvist, hún hófst löngu áður en Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og hún átti ekki upptök sín á Íslandi, ótrúlegt en satt. En ef við skoðum raunveruleikann, þá stendur Sjálfstæðisflokkurinn sig alltaf betur en aðrir flokkar, líka varðandi það að koma í veg fyrir pólitíska spillingu:)
Posted on: Sat, 02 Nov 2013 17:36:09 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015