YFIRLÝSING: Það kvelur okkur að tilkynna að Rokkjötnum 2013 - TopicsExpress



          

YFIRLÝSING: Það kvelur okkur að tilkynna að Rokkjötnum 2013 hefur verið aflýst. Við aðstandendur hátíðarinnar höfum unnið þetta á hugsjóninni einni saman, bæði í ár og í fyrra. Hvatinn var og er ástríða á íslenskri rokktónlist og sannfæring okkar fyrir því að henni skuli gert hærra undir höfði. Þessi kokteill var svo hrærður saman við ansi stóran skammt af ævintýramennsku. Og kannski aðeins of stóran þegar upp var staðið. Á síðasta ári tókst okkur með harðfylgi og þrotlausri vinnu, hjálp frá fjölda fólks og staðfastri trú á verkefnið, að komast frá því á skaplegan hátt enda þótt enginn hafi makað krókinn. Verðlaunin voru af öðrum toga, okkur fannst við hafa lagt okkar af mörkum til að koma íslensku rokki á hærri stall, og það var gefandi. Svo gefandi að við ákváðum að gera þetta aftur og fórum því af stað með Rokkjötna II, fullir bjartsýni. Eftir baráttu síðustu mánaða og vikna þykir okkur fullreynt og dæmið gengur hreinlega ekki upp. Kannski var draumurinn of fjarlægur og bitinn of stór, en við gerðum það sem hjartað bauð okkur, gáfum allt í og göngum frá þessu með bakið beint. Við teljum þetta betri lausn en að halda tónleika fyrir allt of fáa og steypa okkur sjálfum í stórskuldir. Með þessu móti getum við safnað saman brotunum og komið aftur til leiks með nýtt bardagaplan, við höldum enn í þá staðföstu trú okkar að rokkið eigi betra skilið á Íslandi. Þeim sem þegar höfðu keypt miða verður svo endurgreitt á næstu dögum og biðjum við fólk um að örvænta ekki. Kærar þakkir til allra sem unnu að þessu með okkur og trúðu á það sem við ætluðum okkur að gera. Þetta er súr dagur fyrir okkur sem og íslenska rokkhljómleikamenningu.
Posted on: Wed, 02 Oct 2013 21:01:04 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015