Það var mikið fjör í gær, kóteletturnar flugu út. Í dag - TopicsExpress



          

Það var mikið fjör í gær, kóteletturnar flugu út. Í dag er í forrétt bulgur réttur með harissa tómötum og sætum kanillauk, ótrúlega skemmtilegur réttur. Í aðalrétt er svo marakóska lambalærið sem við erum með alla sunnudaga, ljúffengur og fjölskylduvænn réttur, döðlur möndlur og seiðandi krydd. Í eftirrétt er svo pistasíu baka með þeyttum rósarjóma. Svo erum við komin á Tripadvisor og yrðum mjög glöð ef þeir sem hafa komið til okkar myndu vilja skrifa um staðinn okkar þar.
Posted on: Sun, 23 Jun 2013 13:55:17 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015