#126 Einu sinni var ég að fagna próflokum með vinkonum - TopicsExpress



          

#126 Einu sinni var ég að fagna próflokum með vinkonum mínum, ég var orðin verulega drukkin og rétt um miðnætti ákvað ég að það væri tími til kominn að fara heim. Á leiðinni heim ákvað ég að fá mér að borða og stoppa við á ónefndum pizzastað til að seðja hungrið. Þegar ég kem inná pizzastaðinn er einhver dólgur í mér en starfsmennirnir taka nokkuð vel í það. Þeir bjóða mér í kjölfarið í partý með sér og nokkrum félögum sínum því þeir eru að klára vakt og af einhverjum ástæðum samþykki ég að koma með. Þegar ég er komin í þetta partý með pizzastaffinu er gleðinni haldið áfram í lítilli íbúð í miðbænum. Þeir eru með eitthvað áfengi með sér og gáfu mér, svo ég verð ennþá fullari fyrir vikið. Ég tek þá eftir ljósabekk inni í stofunni sem mér finnst alveg hrikalega fyndið. Eigandi íbúðarinnar býður mér að fara í bekkinn sem mér fannst alveg rosalega sniðugt. Ég fer sem betur fer ekki úr öllu en er á nærbuxunum og hlýrabol. Ég veit ekki hvernig ég fer af því en líklega vegna samblandi af áfengi, hita og þreytu þá sofna ég í bekknum. Þegar ég vakna seinna, eftir guð má vita hvað langan tíma, er ég ein í íbúðinni og það er enþá kveikt á bekknum. Og já ég er skað brunnin, svo brunnin að ég þarf að fara uppá slysó. Ég hef aldrei aftur látið sjá mig á ónefndum pizza stað.
Posted on: Wed, 04 Sep 2013 21:19:28 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015