Hvað er ofvirk þvagblaðra: Þvagblaðran er ofvirk vegna - TopicsExpress



          

Hvað er ofvirk þvagblaðra: Þvagblaðran er ofvirk vegna ójafnvægis taugaboða milli þvagblöðrunnar, þvagrásarinnar og heilans, sem leiðir til þess að þvagblaðran dregst oftar saman en þörf er á, óháð því hversu mikið þvag er í henni. Þetta lýsir sér með eftirfarandi einkennum: • Mikil þvaglátaþörf – skyndileg þörf fyrir að tæma blöðruna, sem erfitt er að ráða við. • Tíðum þvaglátum • Næturþvaglátum • Þvagleka – í tengslum við mikla þvaglátaþörf Næturvæta Tími og þolinmæði eru yfirleitt besta aðferðin til að barn vaxi upp úr því að pissa undir. Þótt engin lækning sé til, er hægt að beita ýmsum aðferðum til að draga úr vandamálinu svo að það angri börnin ekki eins mikið. Börn eru auðvitað mjög ólík og læknirinn getur hjálpað þér að finna aðferðina sem hentar best barninu þínu. Mælum með Viðari Eðvarðssyni og Sindra Valdimarssyni í Domus Medica. Hér á eftir er bent á nokkur úrræði sem gætu hjálpað barninu þínu. Næturþjálfi, mælum með Wetstop3 þjálfinn virka þannig að þau gefa frá sér hljóð þegar þvaglát verða. Þjálfinn vekur barnið og minnir það á að fara á klósettið. Á endanum verður barnið næmara fyrir boðum og bregst fljótt og rétt við fullri þvagblöðru á meðan það sefur. Lyf (t.d.Minirin) verka þannig að þau hamla þeim boðum frá heilanum sem gefa þvagblöðrunni merki um að draga sig saman. Þú þarft því að fara sjaldnar á salernið. Upsey Daisey rakadrægar nærbuxur. Henta bæði fyrir dag- og næturvætu. Blöðruþjálfun lengja tímann á milli salernisferða u.þ.b. 3 klst. Kær kveðja, UpsyDay upsyday@gmail S.6985047 Anna Endilega deilið og likið síðuna.
Posted on: Mon, 21 Oct 2013 18:26:54 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015