Margir halda að kristniboð eyðileggi menningu annarra þjóða. - TopicsExpress



          

Margir halda að kristniboð eyðileggi menningu annarra þjóða. Því er í raun öfugt farið. Wicliffe er kristniboðshreyfing sem í áratugi hefur staðið að þýðingu á biblíunni eða hlutum hennar yfir á tungumál ýmissa þjóða og þjóðflokka. Þeir unnu meðal annars að þýðingu biblíunnar á Konsó-málið, í samvinnu við Mekane Yesus kirkjuna og Kristniboðssambandið. Sama gildir nú um þýðingu á NT á mál þjóðflokksins í Woito. Undanfarin ár hefur SÍK stutt við bakið á lestrarkennslu meðal Daasanach-manna og fjármagnað það að stórum hluta. Í greininni segir m.a.: "Vigdísarstofnun byggist á þeirri einföldu hugmynd að tungumál sé hornsteinn sjálfsmyndar og menningararfs alls mannkyns." Þetta hefur einnig verið hugmynd Kristniboðssambandsins.
Posted on: Sat, 29 Jun 2013 17:06:41 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015