Vilhjálmur Birgisson Hver hefði trúað því í kjölfarið á - TopicsExpress



          

Vilhjálmur Birgisson Hver hefði trúað því í kjölfarið á efnahagshruninu 2008 að tæpum 5 árum síðar væri langmesta launaskriðið í bönkum, lífeyrissjóðum og hjá öðrum sem starfa í fjármálageiranum? Hver hefði trúað því árið 2008 að starfsmenn Landsbankans ættu eftir að fá 4,7 milljarða í bónus nokkrum árum seinna? Hver hefði trúað því árið 2008 að íslensku bankarnir yrðu farnir að skila tugmilljarða hagnaði að nýju eftir að hafa orðið gjaldþrota? Hver hefði trúað því árið 2008 að Landsbankinn myndi vilja byggja risa höfuðstöðvar 5 árum seinna? Hver hefði trúað því árið 2008 að sömu forstjórar og framkvæmdastjórar lífeyrisjóðanna sem töpuðu 500 milljörðum af lífeyrir launafólks væru nánast allir ennþá í starfi hjá sjóðunum? Hver hefði trúað því árið 2008 að lífeyrissjóðirnir myndu vera byrjaðir að blása af fullum þunga í hlutabréfabóluna að nýju og það einungis 5 árum seinna? Hver hefði trúað því árið 2008 að græðgisvæðingin yrði komin á fulla ferð að nýju 5 árum síðar? Svona gæti ég haldið endalaust áfram og það er í raun og veru ótrúlegt hvað við Íslendingar látum yfir okkur ganga.
Posted on: Sun, 08 Sep 2013 00:31:31 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015