Við Íslendingar erum einstaklega heppnir. Engin þjóð í - TopicsExpress



          

Við Íslendingar erum einstaklega heppnir. Engin þjóð í veröldinni á jafn duglegan þjóðhöfðingja og við eigum í Ólafi á Bessastöðum. Það er ekki bara að hann hafi stjórnað utnaríkisstefnu þjóðarinnar það sem af er öldinni. Nú hefur hann tekið að sér formennsku í Framsóknarflokknum, sem hann hrökklaðist úr á 8. tug síðustu aldar, í hjá verkum. Hann leggur línurnar fyrir flokkinn í sam skiptum við ESB. Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi snúast á augabragði þegar forsetinn þarf að éta ofan í sig ummæli um ESB. Þorsteinn Pálsson bendir á aulahátt forsetans og Framsóknar í góðri grein í Fréttablaðinu. Fyrst hélt Ólafur því fram að ESB hvorki gæti eða vildi semja við Íslendinga. Sigmudur D. og Gunnar B. hrifust af áræðni forsetans. Eftir fundinn með, Angelu Þýskalandskanslara, sagðist Ólafur hafa hafa meint að Ísland hvorki gæti né vildi semja við ESB. Þessi viðsnúningur hlaut einnig virðingu forsætis og utanríkisráðherra. Allir þrír hafa þeir suðað um að þjóðin glati sjálfstæði sínu við inngöngu í ESB. Með því eru þeir að halda því fram að Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Þýskaland séu ósjálfstæðar þjóðir. Samt er sendillinn frá Sauðárkróki á degi hverjum í samskiptum við þessar þjóðir sem fullvalda ríki. Glæsilegur utanríkisráðherra sem þjóðin getur verið stolt af. Ekki satt?
Posted on: Mon, 09 Sep 2013 05:51:56 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015