Á morgun, fimmtudaginn 20. júní, standa Barnaheill – Save the - TopicsExpress



          

Á morgun, fimmtudaginn 20. júní, standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir hjólasölu að Síðumúla 35 (bakatil), þar sem hjól sem gengu af í hjólasöfnun samtakanna verða seld á sanngjörnu verði (í upprunalegu standi). Hjólasöfnunin var unnin í samvinnu við hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon, endurvinnslustöðvar, félagsþjónustuna og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Þannig er mál með vexti að mun fleiri hjól söfnuðust í ár en á síðasta ári, þegar tæplega 500 hjól bárust í söfnunina. Í ár eru hjólin 670. Einungis um helmingur hjólanna er nothæfur, hinn helmingurinn nýtist í varahluti. Rúmlega 150 börn, sem ekki sáu fram á það, þeysast nú þvers og kruss um á nýju hjólunum sínum. Þökk sé þeirri gjafmildi fólksins þarna úti, sem þessi raun ber vitni um. Endilega kíkið við á verkstæðinu hjá okkur á morgun og leitið uppi gersemarnar sem vissulega leynast þarna.
Posted on: Wed, 19 Jun 2013 22:54:26 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015