Ég vann á Rúv þegar dubba átti upp einhvern algjöran - TopicsExpress



          

Ég vann á Rúv þegar dubba átti upp einhvern algjöran amatör, framsóknarmann, sem fréttastjóra Útvarps. Margt gott fólk sótti um stöðuna, þar á meðal undirritaður og þótti hæfur! Ráðgjafafyrirtæki tók viðtöl og fór yfir umsóknir, svo kemur þessi framsóknarmaður eins og skrattinn úr sauðaleggnum, Auðun Georg Ólafsson reynsluaus með öllu á ljósvakamiðli og hann er bara ráðinn! Við sem unnum á fréttastofunni urðum öll brjáluð. Þetta var pólitísk yfirtaka. Ingimar Karl Helgason bjargaði þjóðinni með því að taka fréttaviðtal við nýja framsóknarfréttastjórann að morgni hans fyrsta vinnudags. Marri spurði vel og fór svo að nýi yfirmaðurinn okkar varð tvísaga, lyppaðist, fattaði að þarna myndi hann seint öðlast virðingu eða vinnufrið til að ganga erinda Framsóknarflokksins og hypjaði sig, kom ekki aftur. Skömmu seinna var Óðinn Jónsson ráðinn. Þetta var árið 2005. Og ágætt að rifja þetta upp vegna ummæla Vigdísar Hauks í gær. Yfirtökur hafa margoft verið reyndar á fréttastofu Rúv - og eina ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki löngu búinn að einkavæða Rúv er að þar á bæ fannst mönnum gott að geta haft pólitíska snertingu. Áratugum saman. En enginn flokkur múlbindur góða fréttamenn. Þeir eru í eðli sínu óvilhallir undir vald - verður illa stjórnað. En pólitíkusar skilja það ekki.
Posted on: Thu, 15 Aug 2013 21:48:14 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015