Þú fullkomna meyja, þú ert á fullum krafti að skapa þér - TopicsExpress



          

Þú fullkomna meyja, þú ert á fullum krafti að skapa þér skemtilegt líf. Þú hefur í mörg horn að líta og það virðist alls ekki vera nógur tími til að gera allt sem þig langar. En einhvern veginn virðist þetta samt allt blessast. Þú ert á góðu tímabili þó þér finnist vera harður vetur, það er bara blekking hugans. Ef þú skoðar aðeins betur þá sérðu að þú ert búin að vera dugleg og afkastar miklu meiru en þú bjóst við að þú værir búin að gera. Tilfinningaorkurásin þín er þanin svo þú getur látið fólk sem skiptir þig engu máli valda þér erfiðleikum eða leiða. Þú, kæra meyja, hefur þá tilhneigingu að hugsa í lausnum og þess vegna leysist vandinn. Þú munt horfast í augu við allt sem hefur valdið þér sorg og ráðast á vandann með ákveðni og þolinmæði. Með því móti muntu byggja upp nýja sýn á veröldina. Það er eins og þú fáir auka kraft til að ljúka því sem ljúka þarf. Hamingjan er hjá þér, svo farðu að faðma hana! Meyjunni leiðist öll lognmolla og á það til að koma sér í furðulegar og dramatískar aðstæður en það hentar alls ekki hinni pottþéttu meyju, sem vill hafa skipulag á öllu og líður ekki vel nema allt sé slétt og fellt. Þess vegna skaltu forðast alla óþarfa spennu á næstunni. Þú ert bæði dugleg og smart en hættir til að taka líf þitt of alvarlega og hræðist að gera mistök. Ég sé fram á betri tíma í vinnumálum eða á vinnustað. Fólk í kring um þig les ekki hugsanir þínar svo notaðu orðin. Settu kraft og tilfinningar í allt sem þú segir, því að það er eins og þú náir að klífa metorðastigann með því að láta fólk vita með dásamlegri tilfinningu í orðunum hvað þú vilt og hvernig þú vilt hafa lífið þitt. Þetta á við bæði í ástinni og þeim markmiðum þínum sem þú hefur sett þér í sambandi við vinnu, verkefni eða skóla. Það er enginn betri, flottari eða með meiri útgeislun en afslöppuð tilfinningarík meyja.
Posted on: Sat, 16 Nov 2013 15:46:26 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015