Í dag var Pétur Róbert Tryggvason jarðsunginn frá - TopicsExpress



          

Í dag var Pétur Róbert Tryggvason jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. Pétur var okkur hljómsveitinni innan handar við gerð myndbandsins um hina merkilegu bifreið Izuzu Trooper og útvegaði hann m.a. bílinn sem notaður er í myndbandinu. Pétur var einnig kunnur gestur á tónleikum okkar í gegnum tíðina. Við í hljómsveitinni viljum senda félögum í Slökkviliði Akureyrar okkar dýpstu samúðarkveðjur sem og vinum og fjölskyldu Péturs. Megi hann hvíla í friði. Látum fylgja með hér lagið og myndbandið um Izuzu Tropperinn góða sem við vitum að Pétur hafði mætur á.
Posted on: Thu, 15 Aug 2013 17:56:00 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015