Er eitthvað verulega að breytast á Íslandi? Omega og Krossinn - TopicsExpress



          

Er eitthvað verulega að breytast á Íslandi? Omega og Krossinn fylla Háskólabíó með samkomu spámanns sem guð ræðir við daglega. Philadephia hér Hvítasunnusöfnuður þar. 24/7 sjónvarps og útvarpssöðvar kristinna ofsatrúarmanna (Omega og Lindin). Skyndilega margfalt stærra hlutfall trúarofstækis útsendinga hér á móðurmáli en í frumstáðustu kimum biblíubeltisins BNA. Omega nú einnig orðið trúfélag. Í ljós kemur um leið einstaklega slæmt ástand menntunar þjóðarinnar. Og eins og búast mátti við í slíkum aðstæðum bætist nú við frumstæð boðun trúar múslima. Samtímis er nánast ekkert lesefni til um trúmál þar eð flóð umfjöllunar um þessi skelfilegu mál ( líkt og langflest önnur stórmál) undanfarin ca 20 ár er einfaldlega ekki þýdd (enda ekkert bolmagn til þess fyrir hendi vegna fámennis) og því að vanda ekki rædd. "Þjóðkirkjan" (í raun ríkiskirkja) þarf því engar áhyggjur að hafa af upplýsingu nútímans. Á hvaða leið er okkar máleinangraða þjóð? Er hugsanlega of mörgum sama? Er það e.t.v. einmitt eitt helsta einkenni slíks ástands?
Posted on: Mon, 22 Jul 2013 00:30:52 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015