Undarleg tilfinning var hjá Kríla-mömmu í morgun. Katla Brá - TopicsExpress



          

Undarleg tilfinning var hjá Kríla-mömmu í morgun. Katla Brá og Unnur Embla farnar í skólann og prinsarnir á heimilinu fylgdu þeim í skólann, þá kom þögn yfir húsið og Kríla-mamma naut hverrar einustu mínútu til að hlaða orkuna fyrir daginn Þríeykið mitt komu nánast samtímis þennan föstudag og fengu auðvitað grautinn góða, skar smá rúsínur útí og „nammi nammi namm“ það þótti þeim frekar gott. Þegar við vorum nýkomin inní Krílaherbergi kom Rakel og það fylgir henni alltaf smá drami þegar á að kveðja mömmu sína en þegar hún er komin hinum megin við hliðið þá er allt gleymt Þar sem Katla svaf“ út“ í morgun þ.e.a.s til 06:15 vildi hún ekkert leggja sig í morgun en Garri og Ragnhildur fengu sér smá kríu ca 20 mín. Á meðan sungum við og lásum bækur ég, Rakel og Katla. Þegar þau voru vöknuð og búin að jafna sig hófst mikill leikur með söng og dans, leik og fjör :) Það er svo skondið að fylgjast með Krílunum þegar þau eru að byrja því þau halda sér yfirleitt í sínu horni og við sitt dót, eru ekki alveg farin að tengjast en stundum kemur þó fyrir að Katla og Rakel dundi sér í dúkkunum. Þetta er alveg eðlilegt og núna verður bara skemmtilegt að sjá hverjir smella saman og hverjir smella alls ekki saman ;) Við fengum okkur smá ávexti kl 10 og það var eins og þau hefðu aldrei fengið að borða áður, ávextirnir spændust upp á augabragði. Uppúr kl 11:15 fórum við að taka til og hreinsa bossa ( skipt er líka eftir þörfum á morgnana ) héldum við inní eldhús og maturinn töfraður fram. Í dag fengum við kjúklingabollur í Ala Fríðu-sósu og kartöflur og svo auðvitað skyr í eftirrétt. Öll héldu þau áfram að borða eins og engin sé morgundagurinn. Katla var orðin frekar þreytt eftir matinn og steinsofnaði nánast í stólnum sínum svo hún fékk að fara fyrst í vagninn sinn, svo Garri, Ragnhildur og Rakel. Öll sofnuðu þau um leið og þau lögðust á koddann. Ekki sváfu þau nú lengi samt, í rauninni var það bara Rakel sem svaf eðlilega (í sína 2 tíma). Hin 3 sváfu bara í klukkutíma og korter þannig að við nýttum tímann vel eftir lúrinn og sungum mikið og trölluðum. Einnig fengum við okkur ávexti og brauð í síðdegiskaffinu. Síðasta verkefni dagsins var svo að sjá til þess að allir færu hreinir og vellyktandi heim í helgina. Myndir vikunnar koma á Picasa á eftir, endilega látið vita ef þið fáið ekki link í tölvupósti. Takk fyrir vikuna og góða helgi
Posted on: Fri, 23 Aug 2013 16:13:03 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015