Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá valdtöku Pinochet í - TopicsExpress



          

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá valdtöku Pinochet í Chile. Ég var í Chile í 3 mánuði frá janúar til apríl 1973 og ferðaðist um landið allt, frá Atacama til Puerto Montt með chílenskum vinum og á eigin vegum. Það sem er minnistæðast er að alls staðar var enn mikill hugur í fólki, hvort sem það voru carabineros í Atacama, verkamenn í Suður Chile, vörubílsstjórar í höfuðborginni eða stórbændur í Suður Chile. Í Chuquicamata, stærstu kóparnámum heims undir beru lofti, vissu menn hvert stefndi og neituðu að trúa því. Millistéttarkonur berjuðu potta og pönnur daglega í Santiago, og hægri öflin og herinn hvattu til dáða og pössuðu þær. Ringulreið ríkti og augljóst var að ríkið var að leysast upp því búið var að skrúfa fyrir gjaldeyri, alþjóðleg lán og allt sem gerir að verkum að venjulegt land lífir. Af þeim vinum sem ég eignaðist þar á þessum mánuðum, hafa fæstir haldið sambandi: sumir hafa komið fram í útlegð erlendis, en ansi margir hafa einfaldlega horfið. Allir sem sáu um að sækja verkamennina á bíl um Atacama eyðimörkina voru fangelsaðir og skotnir. Ég hafði tækifæri til að fara aftur til Chile fyrir tveimum árum, landið er alltaf jafnt frábært og það var 1973, margir hafa ekkert upplífað viðburði frá 1973 og þekkja söguna úr bókum og stundum af foreldrum sínum en ekki er mikið rætt um það sem gerðist það ár og árin á eftir. Þetta var land í sárum og það var sárt að horfa uppá þetta, sárin hafa gróið að einhverju leyti en það verður að vona að þetta verður okkur hinum til varnaðar, menn vita núna hvernig er farið að því að rústa land fyrir hagsmunum einhverra. En getum við lært?
Posted on: Wed, 11 Sep 2013 21:01:34 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015