Rannsóknarmaðurinn er á Lindargötunni. Það er skuggsælt og - TopicsExpress



          

Rannsóknarmaðurinn er á Lindargötunni. Það er skuggsælt og hann hallar sér upp við ljósastaur og kveikir sér í sígarettu. Hann er í frakkanum og með hattinn. ,,Í kvöld eða ekki" tautar hann með sjálfum sér með Bogart hreim. Þá bera þeir að, Fúsi og Lúðvík. Rannsóknarmaðurinn fattar ekkert strax en sér svo Lúðvík og verður svo hræddur að hann fer á sekúndunni uppí ljósastaurinn. Eina glætan er Ernir hugsar hann, bara Ernir getur bjargað mér úr þessari klemmu. ,,Ernir, Ernir, skipti" segir Rannsóknarmaðurinn ítrekað í talstöðina, en ekkert gerist. ,,Blessaður" segir Fúsi, ,,er verið að rannsaka?" ,,Ja, ég er nú bara að tjilla hérna" segir Rannsóknarmaðurinn og dinglar fætinum kæruleysislega en dettur þá. Fúsi bograr yfir honum og hlúir að honum og þegar Rannsóknarmaðurinn rankar við sér þá gefur Fúsi honum í vörina.
Posted on: Mon, 09 Sep 2013 19:00:14 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015