Jæja, nú þarf ég að fara vestur á Blönduós í dag, þó - TopicsExpress



          

Jæja, nú þarf ég að fara vestur á Blönduós í dag, þó að ég þurfi í raun ekki fyrr en á laugardag. En þar sem pabbi og hinir strákarnir tveir, Gestur og Þráinn Karls, þurfa að leika á Blönduósi á Húnavöku annað kvöld, þá læt ég mig hafa það að fara degi fyrr. Það verður bara gaman að fylgjast með Húnavökunni, þar er alltaf stuð hef ég heyrt og ekki minnkar það þegar ég kem á staðinn. Fínasta veðurspá framundan, frekar lítil rigning er í kortunum, enda vonlaust að lesa úr þeim rennandi blautum. En ég ætla sem sagt að vera svakalega skemmtilegur á Húnavöku laugardaginn á Blönduósi. Ég ætla meira að segja að syngja ögn óperu og.......Djók! Auðvitað syng ég enga óperu, það er pabbi sem gerir það, en ég ætla samt að syngja. Og nú kemur....... Ekki stóra trúðabrosið, þið hélduð það, nei, heldur léttur brandari sem ég var búinn að lofa ykkur: Það spurði mig maður um daginn hvað beinagrind væri? Ég átti bara eitt svar við því. Það hlýtur að vera fatafella sem gekk of langt. Rétt, sagði maðurinn. Oh, ég er svo klár. Og nú kemur sko stóra trúðabrosið til ykkar allra og ekki gleyma að hafa gaman og endilega brosið. Hafa gaman.
Posted on: Fri, 19 Jul 2013 02:43:13 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015